Anna Elísabet Jóhannesdóttir í 6. R stígur á stokk í fyrsta sinn í Söngkeppni Skólafélagsins með lagið Stay With Me með Sam Smith. Þetta er í raun fyrsta sinn sem hún kemur fram á sviði, nema ef hæfileikakeppni 4. X árið 2012 teljist með. Þess má geta að þar lék Elías efnafræðikennarir listir sínar ásamt mörgum öðrum góðum mönnum og konum. Anna býr nú í Vesturbænum. Hún hefur áhuga á íþróttum og heldur uppá Láru, hún segir hana vera frábæran þjálfara sem lætur mann vinna slatta en er á sama tíma bæði sanngjörn og skemmtileg . Hún lýsir sér sem hefðamanneskju og fór hina klassísku leið inn í MR; Melaskóli - Hagaskóli - MR. Hún getur alveg hugsað sér að vinna við tónlist í framtíðinni þó svo að hún stefni ekkert sérstaklega langt. Hún hyggst þó aldrei ætla að gefast upp á að reyna að syngja eins og Beyonce í bílnum. Anna stefnir auðvitað á sigur og ætlar að hafa gaman og njóta kvöldsins.