Fjölmennasta atriði Söngkeppninnar í ár kallar sig „Óskilgetnar dætur Yngva,“ en þá grúppu skipa þær Adda Guðrún 6. A, Eva Lín 6. Z, Guðrún Snorra 6. Z og Þórhildur Tinna 6. B. Þær hafa aldrei tekið þátt áður og segjast því hafa engu að tapa nema virðingunni og ætla að taka lagið Toxic með Britney Spears. Dæturnar kvíða svolítið að koma fram naktar. Þær biðla því til gesta keppninnar að opna hugann og dæma ekki. Þær finna þó líka fyrir spennu og hlakka til að sjá andlitin á fólkinu. Adda og Eva eru báðar Hafnfirðingar en Guðrún og Þórhildur Tinna eru úr Vesturbænum. Stelpurnar ákváðu að fara í MR vegna fallegra sagna um Cösu christi og klósettaðbúnað Gamla Skóla. Auk þess eru þær með nördablæti. Dæturnar stefna ekki bara á frama innan tónlistarbransans, ein þeirra hefur nú þegar hafið feril sinn. Guðrún gengur nefnielga einnig undir listamannsnafninu Grussmundur Axel og stefnir langt. Reyndar eiga hinar þrár engan séns á frama ef satt skal segja. Óskilgetnar dætur Yngva stefna að sjálfsögðu á sigur með miklum yfirburðum og tilþrifum. Það ætti að vera öllum ljóst nú þegar.