Bæði uppalin í sveitum eru þau Aðalsteinn og Alma, en þau eru að taka þátt í fyrsta skipti í Söngkeppni Skólafélagsins. Þau eru þó ekki óvön sviðsframkomu en það verður tilbreyting fyrir Aðalstein að koma fram og syngja í fyrsta sinn utan sturtunar. Hafa þau bæði áhuga á fleiri listum en söng og æfir Alma ballet en Aðalsteinn stundar slagverksnám í Tónlistarskóla FÍH. Eins og þau eiga margt sameiginlegt er uppáhalds námsgrein Ölmu lífræði en Aðalsteins lífræn efnafræði. Þau vilja koma því á framfæri að stúlknasveitin The Charlies sé þeim mikill innblástur í tónlistarheiminum. Þau stefna ekki bæði á tónlistarferil en Aðalsteinn ætlar hiklaust að halda áfram að sinna þessu áhugamáli sínu í framtíðinni. Það leynir sér þó ekki að þau hafi trú á atriðinu, en slagorð þeirra er ,,If you ain’t first you’re last.”