Emil Sölvi Ágústsson, fæddur og uppalinn í Fossvoginum, er nemenandi í 6. U. Emil mun stíga sín fyrstu skref í Söngkeppni Skólafélagsins í ár með lagið Keyrðu mig heim með Á móti sól. Þó svo að Emil stefni ekki á frama í tónlistarbransanum er hann þó ekki alveg óvanur því að koma fram á sviði. Í Réttarholtsskóla kom hann oft fram með skólahljómsveitinni og glamraði ljúfa tóna á kassagítar fyrir samnemendur sína en Emil hefur spilað á gítar í rúm átta ár. Fyrirmynd Emils í tónlist er James Morrison og í lífinu Margrét Sara en hann er í J. R. R. Tolkien áfanganum hennar í skólanum. Umsjónarmenn Söngkeppninnar grunar að um einhliða skot sé að ræða. Emil hefur mjög gaman af því að koma fram og hræðist ekkert nema að byrja óvænt á mútum í miðju atriði.