Eva Hauksdóttir, 5.S, býr í tveggja mínútna göngufjarlægð frá Menntaskólanum í Reykjavík, sem er afar hentugt. Hún getur lagt af stað í skólann 08:08 og samt komið á réttum tíma í líffræði, sem er hennar uppáhaldsfag! Hún ætlar að flytja lagið Thinking out loud með Ed Sheeran en þetta er í annað skiptið sem hún tekur þátt í Söngkeppni Skólafélagsins. Hún tók þátt með Rakel Björk, vinkonu sinni, í fyrra en þá spilaði hún undir á fiðlu og þetta er því í fyrsta skiptið sem hún tekur þátt syngjandi. Eva hefur æft á hljóðfæri frá fimm ára aldri og hefur oft komið fram sem hljóðfæraleikari. Hún er spennt fyrir frumraun sinni á sviði söngs. Hún lítur mikið upp til Jasmine van den Bogaerde, oft kölluð Birdy, en þær Eva eru einmitt jafnöldrur. Mikill hluti frítíma Evu fer í æfingar á þau fjölmörgu hljóðfæri sem hún spilar á en eins og maðurinn sagði: ,,Æfingin skapar meistarann”. Hún sér mögulega framtíð í fiðlunni en hefur þó ekkert ákveðið í þeim efnum og heldur öllum dyrum opnum. Á Söngkeppninni er markmið Evu að skemmta sér og skemmta öðrum en á þriðjudögum pantar hún sér svepperóní á Domino’s. Að lokum vill Eva koma því á framfæri við gesti að lífið snúist um að gera, ekki bara vera.