Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir kemur úr Mosfellsbænum og er nemandi í 5. U. Hún hefur aldrei tekið þátt áður í Söngkeppni Skólafélagsins en hefur þó oft komið fram á sviði. Guðrún spilar á fiðlu og hefur verið í tónlist síðan hún var aðeins 5 ára gömul. Hún æfir söng í Listaskóla Mosfellsbæjar. Ekki útilokar hún frama í tónlistarheiminum og það verður spennandi að fylgjast með þessari hæfileikaríku stelpu í framtíðinni. Guðrún er forfallinn fótboltaiðkandi og spilar kant með Aftureldingu. Hún hefur gaman af íþróttatímum í MR og er ekki þekkt fyrir neitt annað en að leggja sig 100% fram. Guðrún tekur áhættur og hræðist ekki að fara ótroðnar slóðir. Guðrún tekur lagið Crazy eftir Gnarls Barkley.