Halla Hauksdóttir, 4. B, tekur lagið Sakta Vi Gå Genom Stan, sænska útgáfu af laginu Walkin’ My Baby Back Home eftir Fred E. Ahlert. Halla ber mikla ást til Svíþjóðar, en hún fæddist þar og bjó þar í nokkurn tíma. Þó svo að Halla hafi ekki keppt í Söngkeppni Skólafélagsins áður hefur hún tekið þátt í öðrum söngkeppnum og hefur þótt það gaman. Hún hefur einnig tekið þátt í nokkrum leiksýningum, en hún lýsir reynslunni sem krefjandi og stressandi en mjög gefandi og lærdómsríkt á sama tíma. Halla elskar að eyða dögnum sínum á Kaffitári með góðum vinum og spjalla um daginn og veginn. Hún veit ekki alveg hvert tónlistin mun leiða sig í lífinu, en segir það víst að framtíðin innihaldi mikla tónlist og sköpun. Halla segir sigur ekki vera aðalatriði, henni finnst einfaldlega gaman að prófa sig áfram og hlakkar til þess að stíga á svíð í flottri keppni eins og Söngkeppni Skólafélagsins.