Síðan í 3. bekk hafa Sandra Smáradóttir, 6. B, og Ingibjörg Helga, 6. A, dreymt um að taka þátt í Söngkeppni Skólafélagsins með lagið Say My Name með Destiny’s Child. Þær hafa báðar tekið þátt áður, en Ingibjörg vann keppnina í 3. bekk. Sandra vann söngkeppni Kringlumýrar árið 2011 og tók þátt í söngkeppni SAMFÉS fyrir hönd Réttarholtsskóla sama ár. Þær hafa áður sungið saman, en árið 2012 tóku þær saman lagið Soldier með Gavin Degraw. Þær eiga sér báðar fyrirmyndir í tónlistinni, Ingibjörg lítur upp til Tom Yorke, Morrissey og Jeff Buckley á meðan Sandra er meira fyrir Nicki Minaj. Þó þær séu ólíkar sameinast þær í áhuga sínum á tónlist. Sandra og Ingibjörg eru almennt sigurvissar og munu eflaust ná langt í keppninni. Þær vilja minna áhorfendur á að þær fóru í útskriftarferð síðasta sumar og eru enn blankar. Þær biðla til þeirra sem hafa hjarta að leggja inná sig, en reikningsnúmer gefa þær upp í einkaskilaboðum á Facebook.