Jakob er fæddur í Svíþjóð en flutti til Íslands með fjölskyldu sinni þegar hann var fjögurra ára. Jakob fer stundum á skíði, bónar bílinn sinn, borðar sushi og lærir. Jakob er búsettur í Vesturbænum með foreldrum sínum og systkinum en pabbi hans á einmitt Cintamani outlettið í Faxafeni. Jakob er á máladeild en hefur þó unnið til ýmissa verðlauna fyrir afrek sín á sviði raunvísinda. Til að mynda vann hann stærðfræðikeppni framhaldsskólanna 2011. Jakob horfir undantekningalaust á Love actually á Þorláksmessu. Jakob borðar bara óhollt á föstudögum. Einu sinni var Jakob spurður hvort honum fyndist Kók eða Pepsi betra. Svarið var einfalt: „Fanta Lemon. Fanta Lemon er bara eeekta sumardrykkur!”