Árbæingurinn Jóhanna Elía Skúladóttir í 6.U er enginn nýliði á sviði Söngkeppninnar. Hún hefur þrisvar tekið þátt áður, fyrst með lagið Vísur Vatnsenda-Rósu í eigin útsetningu, næs tók hún lag Josh Groban, You Raise Me Up, en á síðasta ári fékk Jóhanna sérstök verðlaun fyrir frumsamið lag sem hún flutti. Í ár flytur hún lagið Route 66. Jóhanna segist hafa týnt tölunni á þeim skiptum sem hún hefur komið fram á sviði. Söngurinn er hennar eftirlæti og tilfinningin á sviðinu er ólýsanleg að hennar mati. Jóhanna lítur mikið upp til Taylor Swift, þá sérstaklega í ljósi hve öflugur laga- og textahöfundur hún er, en Jóhanna stefnir á að semja tónlist sína sjálf. Þessi söngkona og píanóleikari stefnir á framtíð í geiranum. Jóhanna er stærðfræðingur mikill, fær sér pizzu með pepperoni og rjómaosti á Domino’s og hvetur áhorfendur til þess að halla sér aftur í sætunum og njóta jazzsins. þær upp í einkaskilaboðum á Facebook.