Garðbæingurinn Karólína Jóhannsdóttir, Karó, í 5. A er ekki ókunn Söngkeppni Skólafélagsins, en hún hefur tekið þátt tvisvar áður. Árið 2013 lenti Karó í öðru sæti með lagið Heartbeat með Nneka og árið 2014 hampaði hún þriðja sætinu með lagið Wildfire með SBTRKT. Í ár tekur hún lagið Go Slow með Haim. Karó er því ekki óvön sviðsframkomu, en hún segir þó að tilfinningin venjist aldrei, togstreitan milli spennu og stress einkenni tilfinninguna en að í grunnin sé alltaf jafn gaman að koma fram. Karólína á sér margar fyrirmyndir í tónlist, en einna helst ber að nefna Freddie Mercury, en Karó er mikill aðdáandi hans. Karó er einn helsti stuðningsaðili pönnupizzuframleiðslu Domino’s á Íslandi og er á first name basis með öllum helstu pizzasendlum höfuðborgarsvæðisins. Ef Karó fengi að velja væru pönnupizzur í verðlaun fyrir fyrsta sætið.