Kristín Gyða Guðmundsdóttir, 6. U, kemur upphaflega úr Vesturbæ og býr nú í Salahverfinu í Kópavogi. Árið 2011 tók hún fyrst þátt í Söngkeppninni, þá sem bakrödd, en í ár syngur hún ein og tekur lagið At Last með Etta James. Kristín hefur nokkrum sinnum tekið þátt í söngkeppnum og keppti tvisvar fyrir hönd félagsmiðstöðvar sinnar í SAMFÉS. Hún hefur gaman af því að standa á sviði og syngja og hlakkar mikið til keppninnar. Auk þess að hafa áhuga á söng og tónlist æfir Kristín blak hjá Þrótti, sér um KFUK starf fyrir 9-12 ára stelpur og vinnur í Hagkaup allra landsmanna með skólanum. Sá sem mest áhrif hefur haft á Kristínu í tónlist er pabbi hennar. Hann hefur samið nokkur lög og texta og syngur af og til, auk þess benti hann henni á lagið sem hún valdi og hefur hjálpað henni mikið við æfingar. Kristín er brosmild og skemmtileg stelpa sem mun án efa leggja sig 100% fram og skila stórglæsilegu atriði sem allir söngkeppnisgestir ættu að hafa gaman af.