Miðbæjarmærin Melkorka Davíðsdóttir Pitt tekur þátt í söngkeppninni í annað sinn í ár. Melkorka er nú búsett í Skerjafirði en hefur einnig, ásamt miðbænum, búið í Englandi. Í fyrra söng hún lagið Video Games með Lönu del Rey og naut vel. Melkorka hefur ávallt haft mikinn áhuga á tónlist og sviðslistum, en frá 10 ára aldri hefur hún sýnt í bæði Borgar- og Þjóðleikhúsinu. Hún lýsir tilfinningunni að standa á sviði sem illlýsanlegri blöndu af spennu og rólegheitum og segir að það sé gott að stíga úr þægindarammanum. Hvað varðar fyrirmyndir segir hún enga sérstaka koma í huga, en að Amy Winehouse sé klárlega ofarlega á baugi enda stórmerkileg söngkona og lagahöfundur. Melkorka er þúsund þjala smiður og hefur mörg áhugamál. Til að mynda fer hún oft í sund og stundar reglulega líkamsrækt, fer á skíði um veturna og á hestbak á sumrin. Oftast er hún þó dansandi eða syngjandi hvort sem heima eða í bílnum er að ræða.