Ólafur Kári er aldursforseti kynnahópsins og jafnframt sá svangasti í hópnum. Oftar en ekki situr hann einn á Brooklyn Bar að borða burger á meðan hinir meðlimir kynnateymisins vinna hörðum höndum við brandaraskrif. Ólafur er nemandi á eðlisfræðibraut II og gengur það bara ágætlega miðað við aðstæður. Síðustu vikurnar hefur hann að mörgu leyti gengið Jakobi í föðurstað, sér í lagi hvað varðar matarvenjur og siðferðislegt uppeldi. Ólafur er gífurlega hugfanginn af hamborgurum og hefur mataræði samkynna hans fengið allduglega að finna fyrir því undanfarnar vikur.