Steinunn er við kúbeinið kennd og ekki að ástæðulausu. Steinunn er fædd og uppalin í Vesturbænum en á rætur að rekja til Kenýa. Flestir kannast við danssporin hennar en þau fylgja Kenýska blóðinu. Hún er mikil ljóðunnandi þar sem langa-langa-afi hennar var Einar Ben. Eins og stendur er hún einmitt að vinna að sinni þriðju ljóðabók. Steinunn reynir að halda sér á réttri braut, náttúrufræði I, og gengur það sæmilega. Hún iðkar knattspyrnu og Wii-spilun af kappi. Þótt Steinunn sé lítil og rétt svo skríði yfir dvergamörk er hún með stórt og hlýtt hjarta.