Valentína er fædd í San Francisco en fluttist ung til Íslands og hefur alla tíð síðan búið í miðbænum. Roffið, eins og Vala er iðulega kölluð, hefur því skapað sér orðspor sem einn áhugaverðasti karakter bæjarins. Á heimili hennar eru þrír kettir sem móðir hennar og litli bróðir eiga. Hún á ekkert í þeim. En þrátt fyrir gífurlega andúð Völu á köttum og mörgum öðrum lífverum, sérstaklega mönnum, er hún hjartahlý kona. Starf Völu sem kynnir er í raun hennar eina hindrun í því að taka þátt í keppninni sjálfri en Vala er gífurlega hæfileikarík söngkona.