Söngkeppni Skólafélagsins er einn veglegasti viðburður Skólafélags Menntaskólans í Reykjavík. Keppnin hefur lengi verið árlegur viðburður. Hún er stökkpallur margra efnilegra ungmenna sem og frábær skemmtun fyrir gesti hennar.
Fjölmargir tóku þátt í prufum fyrir keppnina. Eftir strangt ferli stóðu 14 atriði uppi sem þátttakendur. Um er að ræða fjölbreyttan hóp af hæfileikaríku fólki. Hér má sjá atriðin sem keppa til úrslita í Söngkeppni Skólafélagsins 2015.
Mikilvægur hluti af Söngkeppninni eru kynnar hennar. Í ár hafa fjórir skemmtikraftar verið ráðnir til verksins. Þau eru ólík innbyrðis, en mynda eina sterka heild. Hláturtaugum ykkar stafar sérstaklega mikil hætta af þeim.
Dómarar spila stórt hlutverk í keppnum. Söngkeppni Skólafélagsins 2015 er þar engin undantekning. Dómaralið ársins er skipað þjóðþekktum atvinnumönnum á sviði tónlistar og þeirra hlutverk verður að velja fulltrúa MR í Söngkeppni Framhaldsskólanna 2015 úr hópi stórglæsilegra þátttakenda. Það er ekki öfundsvert að vera í þeirri stöðu en þetta vandasama verk verður í höndum Sigríðar Thorlacius, Steineyjar Skúladóttur og Unnsteins Manuels Stefánssonar.

Hjaltalín

Reykjavíkurdætur Hraðfréttir

Retro Stefson Uni Stefson
Vikan hefst á glæsilegri pizzaveislu frá Domino's, en DJ Gaui PAIN og DJ Olla OFUR þeyta skífum í Cösu!
Tveir af nafntoguðustu djasslistamönnum þjóðarinnar leika ljúfa tóna í Cösu.
Feimnir og ófeimnir MR-ingar geta látið reyna á Sing Star partý í Cösu, en einnig verður boðið upp á hið valinkunna morgunverðarkex, Belvita. Í boði verður góða tegundin.
Grínistinn Þorsteinn Guðmundsson kemur í Cösu og kitlar hláturtaugar MR-inga eins og honum einum er lagið!
Emmsjé Gauti hefur gert mjög góða hluti undanfarið í íslensku hip-hop senunni. Hann mætir í Cösu og setur tóninn fyrir kvöldið!
Á Söngkeppninni upplifa áhorfendur rjómann af tónlistar- og skemmtanalífi MR. Gestir eru því hvattir til að mæta í sínu fínasta pússi og búa sig undir frábæra kvöldstund í Austurbæ. Skólafélagsstjórn, Skemmtinefnd og aðrir aðstandendur keppninnar óska ykkur góðrar skemmtunar á Söngkeppni Skólafélagsins 2015.
Söngkeppni Skólafélagsins fór fram með mikilli prýði föstudaginn 30. janúar síðastliðinn. Var keppnin hin veglegasta til þessa. Karólína Jóhannsdóttir stóð uppi sem sigurvegari með flutningi sínum á laginu Go Slow með hljómsveitinni Haim. Edda Þórunn Þórarinsdóttir og Jóhanna Elísa Skúladóttir höfnuðu í öðru og þriðja sæti. Myndir og myndbönd frá keppninni eru nú í vinnslu og eru fljótlega væntanleg á síðuna. Skólafélagið þakkar fyrir sig og hvetur alla til að fylgjast náið með framhaldinu.